Mæstro & IMPROV ÍSLAND

Kæru samnemendur,

IMPROV ÍSLAND veitir ykkur afslátt á sýningarnar sínar – þið fáið miðann á
einungis 1500 krónur sem er lang ódýrasti leikhúsmiðinn!

Eina sem þið þurfið að gera er að bóka miða í gegnum þennan link! Það eru
sýningar öll miðvikudags- og föstudagskvöld klukkan 20:00 í Þjóðleikhúskjallaranum!

Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í
Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur enda eru
engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!
Í október og nóvember býður hópurinn uppá fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar
grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudags- og
föstudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa
þjóðþekkta gesti.

Við lofum frábærri skemmtun.

IMPROV ÍSLAND

www.improviceland.com

Posted in Aðrir viðburðir, Almennar tilkynningar | Tagged , | Comments Off on Mæstro & IMPROV ÍSLAND

“Vörumerkið ég” – námskeið hjá KVH

KVH – Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður meistarnemum í viðskipta- og hagfræðideild HÍ á námskeiðið “Vörumerkið ég”, 20.október kl.17-19 í Borgartúni 6.

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

KVH býður upp á námsmannaaðild, sem Mæstro mælir sterklega með að nemendur nýti sér, en námsmannaaðildin er forsenda fyrir þáttöku á námskeiðinu.  Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Þegar sótt er um námsmannaaðildina takið þá fram að þið séuð í Mæstro.

Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur

NKVH námskeið1

Posted in Aðrir viðburðir, Almennar tilkynningar, Hagsmunamál | Comments Off on “Vörumerkið ég” – námskeið hjá KVH

Við kynnum Mæstro 2016-17 til leiks

Mæstro er nemendafélag meistaranema í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Stefna félagsins í vetur er að auka tengsl á milli nemenda og að byggja upp tengslanet við íslenskt atvinnulíf. Áhersla verður lögð á að veita meðlimum Maestro tækifæri til að  byggja tengslanet, rýmka þekkingu og áhugasvið með viðburðum innan og utan nemendafélagsins.

Félagsgjöld í Maestro eru:
Fyrir 1 önn: 2500 kr.
Fyrir 2 annir: 3500 kr.

Hægt er að ganga frá greiðslu þeirra með því að:

 • Leggja inn á reikninginn Mæstro
  • Reikningsnúmer: 137-26-6408
  • Kennitala: 640801-2550
  • Senda kvittun á maestro@hi.is
 • Eða borga með beinhörðum peningum í næstu vísindaferð

Það sem þú færð í staðinn:

 • Forgang í vísindaferðir
 • Afslátt eða jafnvel ókeypis á viðburði Maestro.
 • Samstarfsaðilar verða svo kynntir bráðlega.

Endilega skráðu þig í félagið sem fyrst því nú fer að styttast í að við opnum fyrir skráningu í fyrstu vísindaferð haustsins!

Posted in Almennar tilkynningar, Fréttir | Comments Off on Við kynnum Mæstro 2016-17 til leiks