Mæstro & IMPROV ÍSLAND

Kæru samnemendur,

IMPROV ÍSLAND veitir ykkur afslátt á sýningarnar sínar – þið fáið miðann á
einungis 1500 krónur sem er lang ódýrasti leikhúsmiðinn!

Eina sem þið þurfið að gera er að bóka miða í gegnum þennan link! Það eru
sýningar öll miðvikudags- og föstudagskvöld klukkan 20:00 í Þjóðleikhúskjallaranum!

Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í
Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur enda eru
engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!
Í október og nóvember býður hópurinn uppá fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar
grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudags- og
föstudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa
þjóðþekkta gesti.

Við lofum frábærri skemmtun.

IMPROV ÍSLAND

www.improviceland.com

This entry was posted in Aðrir viðburðir, Almennar tilkynningar and tagged , . Bookmark the permalink.