“Vörumerkið ég” – námskeið hjá KVH

KVH – Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður meistarnemum í viðskipta- og hagfræðideild HÍ á námskeiðið “Vörumerkið ég”, 20.október kl.17-19 í Borgartúni 6.

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

KVH býður upp á námsmannaaðild, sem Mæstro mælir sterklega með að nemendur nýti sér, en námsmannaaðildin er forsenda fyrir þáttöku á námskeiðinu.  Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Þegar sótt er um námsmannaaðildina takið þá fram að þið séuð í Mæstro.

Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur

NKVH námskeið1

This entry was posted in Aðrir viðburðir, Almennar tilkynningar, Hagsmunamál. Bookmark the permalink.