Kæru MAESTRO meðlimir!

 

Okkar hjartans óskir um gleðilegt nýtt ár! Við vonum að prófin hafi gengið vel og að þið séuð vel gíruð í vorönnina.

Við erum búin að setja inn dagskrá janúarmánuð sem ætti að birtast í banneri hér fyrir ofan. Á dagskrá er meðal annars tengslakvöld og vísindaferðir í Capacent og Attentus.

Við viljum líka bjóða nýnema hjartanlega velkomna en þetta er í fyrsta skipti sem nýnemar geta hafið námið á vorönn. Ef þið viljið skrá ykkur í félagið gerið þið það svona:

1. Millifæra 2.000 kr inná 0137-26-006408 kt. 640801-2550
2. Setja í skýringu á hvaða námsleið þú ert

Við minnum ykkur á að allir meistaranemar við Háskóla Íslands geta verið meðlimir MAESTRO!

Hlökkum til að sjá ykkur á viðburðum annarinnar.

 

Kveðja,

Maestro.