Heil og sæl!

Eins og flestum er kunnugt sem eru á Facebook grúppu félagsins  var ný stjórn mynduð á aðalfundi Maestro nemendafélags þann 15. september 2020.

Ný stjórn er eftirfarandi:

FormaðurIngibjörg Karlsdóttir

Varaformaður og ritariÞorgerður Elva Magnúsdóttir

Samfélagsmiðla- og viðburðafulltrúiArna Guðnadóttir

FjármálafulltrúiHelga Kolbrún Magnúsdóttir

Hagsmuna- og almannatengslafulltrúiGuðbjörg Sverrisdóttir

 

Þrátt fyrir furðulega tíma erum við allar ótrúlega spenntar fyrir komandi skólaári og lofum allskonar sprelli og skemmtilegheitum – að sjálfsögðu í samræmi við leiðbeiningar Embættis landlæknis.
Þar sem við leggjum mikla áherslu á að haga okkur vel og að fara eftir öllum helstu lögum og reglum fór fyrsti fundur nýrrar stjórnar fram á Zoom þar sem farið var yfir heimsmálin og komandi skólaár.
Þetta eru erfiðir tímar til að standa í félagsstarfi en við munum reyna okkar allra besta að bjóða upp á skemmtilega viðburði við allra hæfi.
Pössum upp á og verum góð hvort við annað, verum dugleg að þvo hendur og höldum okkur heima ef við erum slöpp!

Eins og sjá má var mórallinn góður á fyrsta fundi!

Hérna á síðuna koma ýmsar upplýsingar en flest samskipti munu koma til með að fara fram á Facebook grúppunni Maestro Meistarar.

Við vonum svo sannarlega að þið skráið ykkur í félagið í vetur!

https://forms.gle/yTu6rr97iKQMLQ3V9

Ást og friður

MAESTRO