MAESTRO er félag meistaranema í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands. Innganga í félagið er opin öllum þeim sem nú stunda nám í Félags- og mannvísindadeild HÍ ásamt útskrifuðum nemendum.

Fræðsla – Skemmtun – Tengsl
Hlutverk og tilgangur félagsins er að vera umhverfisvænt hagsmunafélag meistaranemenda í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Meginmarkmið félagsins er að gera nám félagsmanna ánægjulegra og árangursríkara með því að vernda hagsmuni félagsmanna, veita gagnlegar upplýsingar, vera í góðu samstarfi við skólann og heimadeildir ásamt að stuðla að og efla tengsl milli nemenda.

Í upphafi haustannar hvers árs er haldinn aðalfundur þar sem kosið er í embætti nýrrar stjórnar. Allir meistaranemar í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild hafa kost á því að bjóða sig fram. Átta formleg embætti standa til boða.

Haustið 2009 hóf MAESTRO innheimtu félagsgjalda en reynt hefur verið að hafa hana eins hóflega og mögulegt er.  MAESTRO þiggur einnig styrk frá Stúdentaráði en er að öðru leiti fjárhagslega sjálfstætt. Fjármál félagsins eru fyrst og fremst í höndum fjármálastjóra en stjórn félagsins er að öðru leiti samábyrg fyrir fjárreiðum félagsins. Félagið er, og skal vera, skuldlaust.

MAESTRO hefur markað sér stefnu í umhverfismálum og ákveðið að halda í lágmarki notkun á prentuðum miðlum. Tilkynningar og birtingar félagsins skulu eftir því sem kostur gefst vera rafrænar, hvort sem er í gegnum heimasíðu félagsins eða með tölvupósti.