1. gr.

Nafn félagsins er MAESTRO, félag meistaranema í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands. Heimili þess og varnarþing er í Háskóla Íslands.

 1. gr.

Hlutverk og tilgangur félagsins er að vera hagsmunafélag meistaranema í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild.

 1. gr.

Markmið félagsins eru:

 • Að verja hagsmuni félagsmanna.
 • Að veita gagnlegar upplýsingar
 • Að efla tengsl milli nemenda.
 • Að vera í góðum samskiptum við skólann.
 1. gr.

Gildi félagsins eru: Fræðsla. Skemmtun. Tengsl.

 1. gr.

Öllum nemendum í námi á meistarastigi við Háskóla Íslands er heimilt að ganga í félagið. Félagsmenn eru þeir sem hafa greitt félagsgjöld hverju sinni.

 1. gr.

Í upphafi haustannar skal stjórn félagsins kynna félagið nýjum nemendum á undirbúningsnámskeiði (sé það haldið) og ganga í stofur fyrstu vikur annarinnar til að auglýsa aðalfund og fá nýja nema í stjórn.

 1. gr.

Aðalfundur skal haldinn í september ár hvert. Hann skal auglýstur með viku fyrirvara á opinberum vettvangi. Á aðalfundi skulu reikningar félagsins fyrir síðasta ár lagðir fyrir til samþykktar. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Skráðir meistaranemar í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Aðeins nemendur úr Viðskipta- og Hagfræðideild geta boðið sig fram í stjórnarsetu félagsins.

 1. gr.

Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31. ágúst. Fráfarandi stjórn félagsins skal kappkosta við að skila af sér að lágmarki 90.000 kr. í tekjuafgangi til viðtakandi stjórnar.

9.gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Stjórn leggur fram reikninga félagsins
 3. Umræður um skýrslu og reikninga
 4. Laga- og skipulagsbreytingar
 5. Kosning stjórnar og nemendafulltrúa
 6. Ný stjórn tekur formlega við
 7. Önnur mál
 1. gr.

Æðsta vald, milli aðalfunda, í málefnum félagsins og þeirra nefnda sem starfa innan þess skal vera í höndum stjórnar félagsins. Stjórn félagsins skal skipuð fimm meistaranemum, hið minnsta, úr Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild:

Stjórnarformaður

Ber höfuðábyrgð á rekstri félagsins og boðar til funda. Hafi engin framboð borist í önnur embætti eða framboðum verið hafnað skal hann fá umboð til að nefna samstarfsaðila til stjórnar.

Varaformaður og ritari

Ritar fundaskýrslur, stígur í hlutverk formanns við fjarveru hans og er til stuðnings við önnur embætti stjórnar. 

Fjármálafulltrúi

Ber ábyrgð á fjármálum félagsins, heimabanka, úthlutun fjármagns og á árskýrslu. Honum ber að gera fjárhagsáætlun fyrir stjórnarárið og sækja um þá styrki sem nemendafélaginu standa til boða.

Samfélagsmiðla- og viðburðafulltrúi

Ber ábyrgð á viðburðum félagsins sem og kynningum á félaginu.

Ber ábyrgð á samfélagsmiðlum félagins ásamt heimasíðu og vefpósti. Hann skal ábyrgjast að setja inn tilkynningar,  fréttir  og ljósmyndir frá viðburðum.

Hagsmuna- og almannatengsla fulltrúi 

Ber ábyrgð á réttindum og hagsmunum félagsmanna og situr mánaðarlega deildarfundi Viðskiptafræðideildar, ef hann sér sig ekki fært að mæta, getur hann tilnefnt annan stjórnarmeðlim til þess að sitja fundinn.
Hann er helsti tengiliður nemenda úr Viðskipta- og Hagfræðideild við stjórnendur Háskóla Íslands og ber megin ábyrgð á matsfundum félagsins.

Stjórn félagsins skal kappkosta við að hafa að minnsta kosti einn stjórnarmeðlim úr Hagfræðideild.

Kosningabærir menn eru allir skráðir meistaranemar í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild. Kosnir aðilar hafa umboð til eins árs eða til næsta aðalfundar.

Ef meðlimir stjórnar telja einhvern meðlim stjórnarinnar ekki gegna embætti sínu sem skildi er hægt að lýsa vantrausti á þann aðila. Kosið skal um hvort hann eigi að gegna embætti áfram.

Ef meirihluti stjórnar er sammála skal sá og hinn sami segja af sér. Auglýsa skal embættið, ef fleiri en einn bjóða sig fram, skal boða félagsfund þar sem haldnar eru kosningar annars getur stjórn MAESTRO skipað í embættið ef enginn sækist eftir embættinu.

Stjórn hefur heimild til að skipa nefnd á vegum félagsins, til þess að halda utan um einstaka viðburð eða málefni.

 1. gr.

Stjórnarformaður skal bera höfuðábyrgð á rekstri félagsins. Hafi engin framboð borist í önnur embætti eða framboðum verið hafnað skal hann fá umboð til að nefna samstarfsaðila til stjórnar.

 1. gr.

Hlutverk stjórnar er að koma fram fyrir hönd félagsins, boða til opinberra funda þegar ástæða þykir til og hafa frumkvæði að því að 2. gr. sé framfylgt. Hagsmunafulltrúi ber formlega ábyrgð á því að matsfundir fari fram einu sinni á hvorri önn.

13.gr.

Facebook síða félagsins „MAESTRO meistarar“ er megin samskiptamiðill félagins til félagsmanna. Samfélagsmiðlafulltrúi ber megin ábyrgð á henni og skal efni hennar uppfært reglulega.

 1. gr.

Fyrrum félagsmenn sem lokið hafa námi skulu hafa jafnan aðgang að viðburðum og fríðindum félagsmanna líkt og þeir væru í námi. Þeir skulu þó hafa frumkvæði að slíku sjálfir og greiða félagsgjald.

 1. gr.

Heimilt er að breyta lögum þessum á aðalfundi.

 1. gr.

Lög þessi taka gildi þegar aðalfundur hefur samþykkt þau.