Á vorönn 2009 varð sú hugmynd að semja stefnu fyrir félagið að veruleika, ákveða hvert hlutverk félagsins væri og markmið ásamt að setja fram þá framtíðarsýn og draga fram þau gildi sem félagið stendur fyrir. Stefnan var samþykkt á aðalfundi haustannar 2009.

Eftirfarandi er stefna MAESTRO:

Hlutverk og tilgangur:
MAESTRO er umhverfisvænt hagsmunafélag meistaranemenda í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Gildi: Fræðsla. Skemmtun. Tengsl.

Framtíðarsýn:
Að félagið geri námið árangursríkara og ánægjulegra.

 • Með því að vernda hagsmuni félagsmanna
 • Með því að veita gagnlegar upplýsingar
 • Með því að vera í góðu samstarfi við skólann
 • Með því að stuðla að og efla tengsl milli nemenda


Markmið:

Að vernda hagsmuni félagsmanna

 • Matsfundir
 • Hvetja félagsmenn til þátttöku í félagsstarfi
 • Öflun styrkja frá fyrirtækjum
 • Tryggja fjárveitingu frá SR
 • Ábyrgðarfull dreifing fjármuna

Að nemendur hafi allar upplýsingar sem þeir þurfa.

 • Öflug heimasíða
 • Öflugt samstarf við samstarfsaðila
 • Virkur póstlisti
 • Facebook
 • Nýnemakynningar
 • Nemendaráðgjöf

Að þátttakendur í félaginu hafi eftir að námi líkur yfir öflugu tengslaneti að ráða.

 • Vísindaferðir
 • Málstofur
 • Árleg utanlandsferð

Að félagið sé í góðu samstarfi við skólann.

 • Samstarf við deildaforseta
 • Samstarf við umsjónarmenn línanna
 • Samstarf við Viðskiptafræðistofnun og Hagfræðistofnun
 • Samstarf við markaðssvið