Afrit af gögnum

Við viljum minna á og ítreka að það getur verið gagnlegt og jafnvel lífsnauðsynlegt að geyma afrit af gögnunum sínum. Það er hægt að gera á nokkra vegu og ætlum við að benda á þrjár leiðir:

  1. Vista gögnin í möppu á Uglunni sem eru þá einnig aðgengileg á tölvum skólans gegnum HÍ aðganginn.
  2. Geyma afrit af gögnunum hjá SpiderOak (promo code “worldbackupday” veitir fría uppfærslu í 5GB)
  3. Geyma afrit af gögnunum hjá Dropbox

Tveir síðarnefndu valkostirnir eru gjaldfrjálsir og hægt að fá mismikið gagnamagn. Það er svo hægt að auka gagnamagnið með ýmsum leiðum, t.d. nota promo code eða deila með vinum og þá fá báðir aðilar meira pláss.